12.2.2011 | 13:35
DESEMBER
Desember, örverk um hjálpræði
Desember from Netleikhúsið Herbergi 408 on Vimeo.
Desember, örverk um hjálpræði Desember er síðasta örverk Áhugaleikhúss atvinnumanna og var frumsýnt að lokinni endursýningu fyrri verkanna á gamlársdag 2010. Í heild mynda verkin Annál ársins 2010. Að gefa eða þiggja, þar liggur efinn. Hvort ertu hjálpar þurfi eða aflögufær? Í heimi þar sem gildin sprungu og þeir ríku urðu fátækir og hinir fátæku ríkir eru gráu svæðin stór. Hjálparstofnanir keppast við að auglýsa hjálpræði og rauði dregillinn með öllu sínu fjölmiðlafári, hefur færst undir skömmtunarraðirnar þar sem fátækir keppast við að næla í sína15 mínútna frægð. Og hvað með andann? Er sá sem veitir hið andlega hjálpræði hugsanlega sá sem í raun er andlega þurrausin og hjálparþurfi? Hver hefur nægilegt siðferðisþrek til þess að predika yfir öðrum? Í desember kristallast þrár fólksins í landinu, andlegar og veraldlegar, því fáir láta sér nægja hið daglega brauð eða kerti og spil. Spurningin um þörf verður hverfandi á meðan þráin fer vaxandi. Munum við ná að fullnægja væntingum okkar? Náum við þessu í tæka tíð? Það sem við vitum með vissu er að frelsarinn er fæddur og fjallkonan er komin heim. Himnarnir opnast og englakór frá himnahöll hljómar á meðan stundirnar líða í aldanna skaut. Eitt augnablik veist þú ekki hvort tíminn stendur í stað, líður áfram eða rennur aftur. Örverk um áráttur, kenndir og kenjar 2010 eftir Steinunni Knútsdóttur í samstarfi við leikhópinn Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir Stjórn upptöku og vefútsendinga: Hákon Már Oddsson Vefumsjón: Þorlákur Lúðvíksson Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir Arndís Hrönn Egilsdóttir Árni Pétur Guðjónsson Hannes Óli Guðmundsson Jórunn Sigurðardóttir Kristjana Skúladóttir Lára Sveinsdóttir Magnús Guðmundsson Orri Huginn Ágústsson Ólöf Ingólfsdóttir Rúnar Guðbrandsson Steinunn Knútsdóttir Sveinn Ólafur Gunnarsson.Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.