12.2.2011 | 13:41
2010, Lárétt rannsókn
Bók Áhugaleikhúss atvinnumanna 2010, lárétt rannsókn kom út 31.desember í tengslum við sýningu leikhússins á annál ársins 2010, 12 örverkum um áráttur, kenndir og kenjar í leikstjórn Steinunnar Knútsdóttur.Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út bókverk sem tekur á samtímasviðslist en til þessa hafa einungis verið fjallað um sögu sviðslista í bókformi, markað því útgáfan tímamót í skráningu á samtímaviðburðum í sviðslistum. Bókin ætlar sér ekki að vera fræðirit heldur hefur það að markmiði að veita innsýn inn í lifandi samfélag starfandi sviðslistamanna og hugmyndir þeirra um fagið og hlutverk leikhússins í samfélaginu.Bókin inniheldur viðtöl við leikara Áhugaleikhúss atvinnumanna um listina og hlutverk leikhússins í samtímanum, umfjöllun Steinunnar Knútsdóttur listrænnar ráðskonu um bakgrunn örverkanna og vinnuaðferðir leikhópsins og hugleiðingu Unu Þorleifsdóttur aðjúnkts í sviðslistum við Leiklistar og dansdeild LHÍ, um Áhugaleikhús atvinnumanna í samfélaginu og þýðingu örverkanna fyrir samtímann.Ef þú vilt kaupa eintak á kr.3500 (miðaverð í Þjóðleikhúsinu) sendu okkur línu á steinunn@ahugaleikhus-atvinnumanna.com
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.