8.7.2009 | 20:07
Áhugaleikhús frumsýnir þriðja ódauðlega verkið á LOKAL, alþjóðlegri leiklistarhátíð í septbember
Ódauðlegt verk um stríð og frið verður frumsýnt þann 3.september kl.20 í Smiðjunni, leikhúsi LHÍ við Sölvhólsgötu. Ódauðleg verk er þriðja í röðinni af kvintológíu eða fimm verka röð sem öll skyggnast inn í mannlegt eðli og feta sig inn að innsta kjarna mannsins. Í tilefni af frumsýningunni verða tvö fyrri verkin endursýnd Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi og Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna.
Ódauðlegt verk um stríð og frið reynir að snúa mannlegu eðli á úthverfuna og skoða þær kenndir í manninum sem ýta manninum í átök og neita honum um frið í sálinni.
þátttakendur eru meðal annars:
Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Harpa Arnardóttir, Hera Eiríksdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Jórunn Sigurðardóttir, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Lárus Grímsson Margrét Pálmadóttir, Magnús Guðmundsson, Marta Nordal, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Steinunn Knútsdóttir, Rúnar Guðbrandsson ofl.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 16.8.2009 kl. 14:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.